Línudansnámskeiðin hafa verið vinsæl frá því haustið 1995 þegar Jóhann Örn danskennari var fyrstur íslendinga til að kynna og kenna þessa skemmtilegu dansa í Reykjavík.
Hann kynntist linduansinum í herstöðinni í Keflavík þar sem fjöldi manns æfði og stundaði þessa skemmtilegu dansa í hverri viku. Síðan þá hafa þúsndir íslendinga stigið línudans, sumir bara einu sinni í skemmtilegu partýi, á dansleikjum með Jóa, Snörunum, Geirmundi Valtýs, Stuðmönnum, Farmalls og Ómari Ragnarsyni og ótal plötusnúðum eða í danstímunum sem í boði eru.
Línudans er frábær skemmtun, þrælgóð líkamsrækt og það er engin þörf á dansfélaga.