Línudans byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi frá því þau voru fyrst kynnt haustið 1995.
Jóhann Örn, danskennari, var fyrstur Íslendinga til að kynna og kenna línudans í Reykjavík. Hann kynntist þessum skemmtilega dansi á herstöðinni í Keflavík, þar sem margir stunduðu línudans vikulega. Þetta skapaði frábæran grunn fyrir vinsældir línudansins á Íslandi.
Eftir að hafa farið í herstöðina til að læra sporin og upplifa stemmninguna fékk Jóhann Örn vin sinn, Sigurð Örn Hjartarson til liðs við sig. Saman settu þér upp danssýningu sem þeir fóru með um landið og sýndu fólki línudans með leikrænum, kúreka tilbrigðum. Þetta skemmtilega show sló í gegn og var sýnt hundruð skipta um land allt.
Línudansinn hefur síðan þá verið dansaður af þúsundum Íslendinga. Sumir hafa prófað hann einu sinni í gleðskap eða á dansleikjum með hljómsveitum eins og Snörunum, Geirmundi Valtýs, Klaufum, Axel Ó og co, Stuðmönnum, Farmalls og Ómari Ragnarsyni, auk ótal plötusnúða. Aðrir hafa tekið þátt í danstímum sem eru í boði og hafa jafnvel gert línudans að reglulegu áhugamáli.
Línudans er ekki aðeins skemmtun heldur einnig frábær líkamsrækt.
Dansinn krefst ekki dansfélaga, sem gerir hann aðgengilegan fyrir alla. Þetta gerir línudans að frábærri félagslegri athöfn sem einnig er góð fyrir heilsuna.
Línudans byrjendanámskeið eru tilvalin fyrir þá sem vilja læra grunnsporin og æfa nokkra skemmtilega dansa.
Þessi námskeið eru einnig frábær leið til að eyða tíma með vinum og njóta saman. Kennarar á námskeiðunum eru Jóhann Örn, sem hefur mikla reynslu og kunnáttu í að kenna línudans. Það er því tilvalið fyrir vinahópa að taka sig saman og skrá sig á námskeið – því fleiri, því skemmtilegra!
Línudans er frábær dans sem hentar fólki á öllum aldri og er góð leið til að sameina hreyfingu og skemmtun. Með því að taka þátt í línudansnámskeiði fá þátttakendur tækifæri til að læra nýjan dans, hreyfa sig og njóta félagslífsins á sama tíma. Það er því engin furða að línudans hefur verið svona vinsæll á Íslandi frá því hann var fyrst kynntur árið 1995. Láttu nú verða af því og skelltu þér á línudans byrjendanámskeið.