FRÁBÆR STAÐUR FYRIR HÓPINN ÞINN
Við tökum á móti stórum og smáum hópum og bjóðum upp á alls konar afþreyingu og skemmtun.
Við tökum á móti stórum og smáum hópum og bjóðum upp á alls konar afþreyingu og skemmtun.
Hópurinn þinn getur komið og fengið dans eða jóga tíma sem getur verið frá 20 mínútum og upp í heilan dag. Við getum hrist hópinn saman, undirbúið atriði fyrir árshátíð, tekið alla í jóga og slökun. Við getum líka útfært ykkar hugmyndir.
Við erum með frábæra fundaraðstöðu og hópurinn getur komið á staðinn, haldið fund sem endar eða er brotinn upp með uppákomu sem við sjáum um þ.e. dans og/eða jóga.
Í sölunum eru hljómflutningstæki með tengi fyrir tölvur og síma ásamt hljóðnemum, sýningartjald og skjávarpi. Ef veitingar þarf fyrir hópinn sjáum við um að útvega þær.