Nú fara öll námskeiðin okkar af stað og við hlökkum mikið til að taka á móti öllu því góða fólki sem mætir á hverju hausti ár eftir ár og einnig fjölmörgum nýliðum sem ætla að slást í hópinn í vetur.
Í Valsheimilinu verður stiginn línudans síðdegis Kl.17:10 dönsum við léttari dansa í 50 mínútur og kl.18:00 verða þeir aðeins erfiðari alveg til kl.18:50. Við ætlum að dansa nokkra glænýja dansa, rifja upp nokkra nýlega frá í fyrra og taka nokkur gömul spor í bland. Við hvetjum duglega línudansara til að mæta tvisvar í viku og vera jafnvel tvöfaldan tíma í vetur. Með smá æfingu heima með aðstoð frá YouTube í tölvunni er ekkert mál að muna alla dansana.
Jóga með Theu er kl.17:15 í Andartaki í Skipholti 29A. Thea hefur undanfarna daga heyrt í mörgu því ágæta fólki sem hefur stundað jóga tímana hennar undanfarið og ætlar alls ekki að láta sig vanta í vetur. Þessi kósý salur rúmar visst marga í hverjum tíma og því er betra að allir sem ætla að mæta skrái sig og komi reglulega.
Zumba partýið er á sínum stað í Gamla salnum í Valsheimilinu kl.19:15. Við hvetjum þig til að koma í öll Zumba partýin okkar í vetur. Á þriðjudögum og fimmtudögum kl.19:15 og á laugardögum kl.11.
Með þvi að stunda Zumba með reglulegum hætti og vanda sig í mataræðinu er hægt að ná undraverðum árangri á einum vetri hvort sem fólk vill losna við aukakíló, styrkja vöðvana, bæta meltinguna, styrkja ónæmiskerfið eða bæta andlega heilsu. Við höfum nú þegar fjölmarga einstaklinga í Partýunum okkar sem hafa einmitt náð þessum árangri undanfarin misseri.
Kvöldið í kvöld endar með skemmtilegum hjónadanstíma þar sem koma saman nokkur pör sem mætt hafa í Danssmiðjuna ár eftir ár til að njóta þess að dansa samkvæmisdansa í skemmtilegum félagsskap.
Að lokum er gaman að segja frá ferð sem við hjónin ætlum að fara til Tenerife í nóvember og þér er velkomið að slást í för. Við ætlum að stunda jóga og halda Zumba partý á glæsilegu hóteli, velja í viku á Tenerife og njóta lífsins. Komdu með !
Verið velkomin í Dans & Jóga í allan vetur !